Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 281. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 635  —  281. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar um opinber störf á vegum ríkisins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvar hefur opinberum störfum á vegum ríkisins, þar með talið hjá opinberum hlutafélögum, fjölgað mest á síðustu 10 árum, flokkað eftir kjördæmum?
     2.      Hvar hefur opinberum störfum á vegum ríkisins, þar með talið hjá opinberum hlutafélögum, fækkað mest á síðustu 10 árum, flokkað eftir kjördæmum?


    Störfum á vegum ríkisins, þ.m.t. hjá opinberum hlutafélögum, hefur hlutfallslega fjölgað mest í Norðvesturkjördæmi síðustu 10 árin, en raunfjölgun stöðugilda er mest í Reykjavíkurkjördæmunum síðustu 10 árin.
    Störfum á vegum ríkisins, þ.m.t. hjá opinberum hlutafélögum, hefur ekki fækkað í neinu kjördæmi landsins síðustu 10 árin.
    Hafa verður í huga að fram til ársins 2006 var hluti heilbrigðisstofnana ríkisins með sjálfstæða launaafgreiðslu. Á árinu 2006 færa þessar heilbrigðisstofnanir launaafgreiðslu sína yfir til Fjársýslu ríkisins og hefur það í för með sér fjölgun stöðugilda í þeim gögnum sem fjármálaráðuneytið hefur aðgang að þó svo að ekki sé um fjölgun að ræða hjá ríkinu.
    Í svarinu er tekið mið af fjölda stöðugilda hjá ríkinu í október ár hvert og kjördæmaskipan eins og hún er samkvæmt lögum nr. 24/2000 að því frátöldu að litið er á Reykjavík sem eitt kjördæmi. Þar sem þónokkrar ríkisstofnanir og opinber hlutafélög hafa starfsstöðvar í fleiri en einu kjördæmi tekur svarið mið af fjölda stöðugilda í því kjördæmi sem ríkisstofnun eða opinbert hlutafélag hefur aðalstarfsstöð sína.

Fjöldi stöðugilda hjá ríkinu árin 1999–2009,
þ.m.t. hjá opinberum hlutafélögum.     

Kjördæmi 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Fjölgun stöðugilda
Norðaustur 709 700 737 769 795 838 870 1.271 1.801 1.858 1.777 1.068 151%
Norðvestur 454 463 468 482 479 506 592 1.030 1.155 1.189 1.182 728 160%
Reykjavík 11.237 11.310 12.332 12.432 12.910 12.808 12.830 13.265 14.002 13.905 13.376 2.139 52%
Suður 415 395 413 417 417 443 460 877 920 999 975 560 135%
Suðvestur 1.125 1.164 1.264 1.297 1.313 1.358 1.315 1.499 1.480 1.266 1.510 384 34%
Samtals 13.940 14.032 15.216 15.397 15.914 15.953 16.067 17.942 19.359 19.216 18.819