Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 356. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 647  —  356. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um úttekt á aflareglu.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Er lokið úttekt Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) á 20% aflareglu við þorskveiðar næstu fimm árin, sem ráðherra sendi beiðni um í maí í fyrra? Ef svo er, hver var niðurstaðan?
     2.      Hvert er markmiðið með þessari úttekt á aflareglunni?
     3.      Hvaða þýðingu hefur slík úttekt fyrir ákvörðun um hámarksafla þorsks næstu fimm árin?
     4.      Er ætlunin að móta aflareglu við nýtingu fleiri fisktegunda á næstunni?