Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 388. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 696  —  388. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um starfandi lækna.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hvað voru margir a) útskrifaðir læknar og b) starfandi læknar hér á landi ár hvert 1999– 2009?
     2.      Hve hátt hlutfall íslenskra lækna sem stundað hafa framhaldsnám erlendis hefur snúið heim að námi loknu til starfa hér? Svar óskast sundurliðað eftir árum 1999–2009.
     3.      Er útlit fyrir að erfitt verði að manna stöður lækna á sjúkrahúsum vegna aðgerða stjórnvalda árin 2010, 2011 og 2012? Ef svo er, er öryggi sjúklinga í hættu vegna læknaskorts á komandi árum?


Skriflegt svar óskast.