Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 430. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 747  —  430. mál.




Fyrirspurn



til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélaga.

Frá Þór Saari.



     1.      Hversu mörg sveitarfélög eru eða hafa verið til sérstakrar athugunar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna erfiðrar fjárhagsstöðu?
     2.      Hvaða sveitarfélög hafa á síðustu 12 mánuðum verið aðvöruð af eftirlitsnefndinni, sbr. 2. mgr. 74. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998?
     3.      Hvaða sveitarfélög hafa á síðustu 12 mánuðum tilkynnt eftirlitsnefndinni fjárþröng, sbr. 1. mgr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga?
     4.      Hefur eftirlitsnefndin á síðustu 12 mánuðum látið fara fram rannsókn á fjárreiðum og rekstri sveitarfélags, sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 374/2001 um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með síðari breytingum? Ef svo er, í málefnum hvaða sveitarfélaga?
     5.      Hefur eftirlitsnefndin á síðustu 12 mánuðum þurft að grípa til aðgerða, sbr. 3. mgr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga? Ef svo er, í málefnum hvaða sveitarfélaga?
     6.      Við hvaða sveitarfélög hefur eftirlitsnefndin gert samninga um eftirlitsaðgerðir á síðustu 12 mánuðum, sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 374/2001?
     7.      Hvaða sveitarfélög hafa verið tekin til frekari skoðunar á síðustu 12 mánuðum eftir greiningu eftirlitsnefndar á reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga?
     8.      Hverjar voru áætlaðar skuldir og langtímaskuldbindingar þeirra sveitarfélaga sem eru eða hafa verið til sérstakrar athugunar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sbr. 1. tölul. í árslok 2009? Hversu hátt hlutfall skulda þessara sveitarfélaga var í erlendri mynt í árslok 2009?
     9.      Hverjar eru framangreindar stærðir skv. 8. tölul. miðað við höfðatölu fyrir hvert sveitarfélaganna?
              Sundurliðun óskast eftir nöfnum sveitarfélaganna.


Skriflegt svar óskast.