Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 434. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 755  —  434. mál.




Fyrirspurn



til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um brunavarnir á flugvöllum landsins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Telur ráðherra að brunavarnir á flugvöllum landsins séu með þeim hætti að fullt öryggi sé tryggt?
     2.      Telur ráðherra að menntun, þjálfun og búnaður þeirra sem sinna eiga brunavörnum á flugvöllum landsins sé eins og best verður á kosið?
     3.      Er ráðherra þeirrar skoðunar að lög um brunavarnir gildi ekki um flugvallarslökkvilið?
     4.      Hyggst ráðherra endurskoða reglugerðir um flugvelli, eins og brunamálaráð hefur lagt til, með vísan í lög um brunavarnir þannig að gildissvið laganna sé ótvírætt?
     5.      Telur ráðherra forsvaranlegt að ætla slökkviliðum sveitarfélaga að sinna brunavörnum á flugvöllum þótt engir tekjustofnar séu tryggðir til þess hlutverks, þar sem flugrekstur ber ekki brunamálagjald eins og fasteignir?