Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 462. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 802  —  462. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um kostnað vegna bankahrunsins fyrir ríkissjóð.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.



     1.      Hver verður heildarkostnaður vegna tæknilegs gjaldþrots Seðlabanka Íslands fyrir:
              a.      ríkissjóð,
              b.      hvern íbúa,
              c.      hvern skattgreiðanda,
              d.      fjögurra manna fjölskyldu?
     2.      Hver verður heildarkostnaður vegna eiginfjárframlags ríkisins og víkjandi lána til Arion banka, Íslandsbanka og NBI fyrir:
              a.      ríkissjóð,
              b.      hvern íbúa,
              c.      hvern skattgreiðanda,
              d.      fjögurra manna fjölskyldu?
     3.      Hvert er fjárframlag ríkisins vegna peningamarkaðssjóða, innstæðutrygginga annarra en Icesave-reikninganna, sparisjóða, annarra fjármálafyrirtækja en í 2. tölul., tryggingafélaga, lífeyrissjóða og mögulega annarra lánastofnana og fyrirtækja? Óskað er eftir sundurliðun með nöfnum hvers fyrirtækis og fjárframlagi ríkisins.
     4.      Hver verður heildarkostnaður framlaga skv. 3. tölul. fyrir:
              a.      ríkissjóð,
              b.      hvern íbúa,
              c.      hvern skattgreiðanda,
              d.      fjögurra manna fjölskyldu?
     5.      Telur ráðherra ástæðu til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessar skuldbindingar og framlög ríkissjóðs? Hverjir eru kostir og gallar slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu að mati ráðherra? Telur ráðherra ásættanlegt að almenningur beri skuldaklafa óreiðumanna án þess að samþykkja slíkt fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hver yrðu að mati ráðherra áhrif slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu á íslenskt efnahagslíf?


Skriflegt svar óskast.