Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 479. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 824  —  479. mál.




Fyrirspurn



til forsætiráðherra um nefndir og ráð á vegum ríkisins.

Frá Birki Jóni Jónssyni.



     1.      Hversu margar nefndir og ráð voru starfandi á vegum ríkisins árið 2009, sundurliðuð eftir ráðuneytum?
     2.      Hvert var kynjahlutfallið, sundurliðað eftir ráðuneytum?
     3.      Hversu mikill kostnaður, annar en launakostnaður, hlaust af starfseminni, sundurliðaður eftir ráðuneytum?
     4.      Hversu mikill launakostnaður hlaust af starfseminni, sundurliðaður eftir ráðuneytum?
     5.      Hefur ríkisstjórnin mótað stefnu um einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með fækkun nefnda og ráða?


Skriflegt svar óskast.