Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 500. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 877  —  500. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um brottfall nemenda úr framhaldsskólum.

Frá Skúla Helgasyni.



     1.      Hvernig hefur þróun brottfalls nemenda úr framhaldsskólum verið undanfarinn áratug, sundurliðað eftir árum og landshlutum?
     2.      Hvernig hefur brottfall þróast annars staðar á Norðurlöndum á sama tíma?
     3.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið í ráðuneytinu til að draga úr brottfalli í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um stöðugleika í efnahagsmálum 17. febrúar 2008 þar sem fram kom að stefnt skyldi að því að ekki fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði yrðu án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020, og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar?


Skriflegt svar óskast.