Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 503. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 880  —  503. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.



     1.      Hver eru starfssvið Ríkisútvarpsins og hverjir stjórna þeim?
     2.      Hvaða innlendir þættir eru á dagskrá Ríkisútvarpsins? Hverjir annast dagskrárgerð þeirra eða hafa umsjón með þeim? Svör óskast greind eftir starfssviðum Ríkisútvarpsins.
     3.      Eru til stefnumótandi rammar um inntak þáttanna eða lýsing á hlutverki þeirra og ef svo er, hver tekur ákvarðanir þar að lútandi? Óskað er eftir að lýsingarnar fylgi ef þær eru til.


Skriflegt svar óskast.