Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 479. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Prentað upp.

Þskj. 1047  —  479. mál.
Fjöldi nefnda leiðréttur.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um nefndir og ráð á vegum ríkisins.

     1.      Hversu margar nefndir og ráð voru starfandi á vegum ríkisins árið 2009, sundurliðuð eftir ráðuneytum?
     2.      Hvert var kynjahlutfallið, sundurliðað eftir ráðuneytum?
     3.      Hversu mikill kostnaður, annar en launakostnaður, hlaust af starfseminni, sundurliðaður eftir ráðuneytum?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hversu mikill launakostnaður hlaust af starfseminni, sundurliðaður eftir ráðuneytum?

    Forsætisráðuneytið hefur safnað saman svörum við 1.–4. tölul. frá öllum ráðuneytum og sett í töflu:
Kynjahlutfall
Ráðuneyti Fjöldi nefnda og ráða 2009 Fjöldi karla Fjöldi kvenna Annar kostnaður
en laun
Launakostnaður
(Nefndalaun)
Tekjur
Forsætisráðuneyti* 46 176 134 141.287.129 10.058.567
Mennta- og menningarmálaráðuneyti 230 625 421 5.100.000 106.400.000
Utanríkisráðuneyti 19 172 108 3.457.476
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 27 133 45 1.540.492
Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti 29 65 25 46.359.191 54.482.590 48.080.260
Félags- og tryggingamálaráðuneyti 83 233 238 24.428.760 78.984.213
Heilbrigðisráðuneyti 83 222 203 89.237.266 45.805.766
Fjármálaráðuneyti** 43 132 71 108.823.377 66.549.308
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 24 98 45 1.809.383 15.018.269
Iðnaðarráðuneyti 16 68 44 695.109 11.881.356
Efnahags- og viðskiptaráðuneyti 40 100 62 3.225.047 60.416.284
Umhverfisráðuneyti 60 206 129 1.794.713 11.081.268
Samtals 700 2.230 1.525 427.757.943 460.677.621 48.080.260
59% 41%
*    Í fjárhæðum fyrir árið 2009 er kostnaður vegna nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn og vegna óbyggðanefndar samtals að fjárhæð 113.885.000 kr., þar af eru launagreiðslur 4.776.343 kr.
**    Í fjárhæðum fyrir árið 2009 er kostnaður vegna Icesave, 53.863.397 kr., þar af eru launagreiðslur 3.545.217 kr.

    Til samanburðar óskaði ráðuneytið jafnframt eftir upplýsingum vegna ársins 2008:
Kynjahlutfall
Ráðuneyti Fjöldi nefnda og ráða 2008 Fjöldi karla Fjöldi kvenna Annar kostnaður
en laun
Launakostnaður (Nefndalaun) Tekjur
Forsætisráðuneyti* 39 168 73 174.396.077 21.023.257
Mennta- og menningarmálaráðuneyti 243 620 411 5.300.000 104.100.000
Utanríkisráðuneyti 13 78 43 3.579.242 10.942.632
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 21 103 34 1.407.319
Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti 26 55 21 41.275.523 46.356.703 36.380.394
Félags- og tryggingamálaráðuneyti 83 233 231 33.422.824 85.122.161
Heilbrigðisráðuneyti 89 254 228 88.685.263 75.857.088
Fjármálaráðuneyti 40 115 51 58.317.387 64.757.626
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 23 107 31 1.475.655 15.804.222
Iðnaðarráðuneyti 19 71 38 1.220.247 13.754.725
Efnahags- og viðskiptaráðuneyti 37 103 58 635.338 56.513.377
Umhverfisráðuneyti 63 228 117 3.675.945 8.188.207
Samtals 696 2.135 1.336 413.390.820 502.419.998 36.380.394
62% 38%
*    Í fjárhæðum fyrir á árið 2008 er kostnaður vegna nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn og vegna óbyggðanefndar samtals að fjárhæð 122.247.242 kr., þar af eru launagreiðslur 9.510.445 kr.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     5.      Hefur ríkisstjórnin mótað stefnu um einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með fækkun nefnda og ráða?
    Ríkisstjórnin hefur í aðgerðum sínum beitt sér af krafti í margvíslegum umbótum varðandi ríkisfjármálin og stjórnkerfið í heild sinni. Í því samhengi er bent á umfjöllun um stefnumörkun á sviði ríkisfjármála og stjórnkerfisumbóta í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs frá síðasta ári, sem og er vakin athygli á skýrslu fjármálaráðherra sem lögð var fyrir Alþingi á síðastliðnu sumri um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009–2013. Þar er lögð til áætlun um lækkun ríkisútgjalda og aukna tekjuöflun og við það miðað að jafnvægi náist í ríkisfjármálum eigi síðar en árið 2013. Ríkisstjórnin vinnur að umtalsverðum stjórnkerfisbreytingum og umbótum í því skyni að gera þjónustu ríkisins við almenning og atvinnulíf eins góða og kostur er með þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru hverju sinni. Eitt af markmiðum slíkra aðgerða er að einfalda stjórnkerfið og um leið leggja áherslu á skilvirkni og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Má þar nefna til að mynda umbætur í stofnanakerfinu og áform um sameiningu og fækkun stofnana auk þess sem lögð er til fækkun ráðuneyta í áföngum úr tólf í níu á kjörtímabilinu. Efnt var til víðtæks sparnaðarátaks í ríkiskerfinu öllu, með þátttöku starfsmanna og stjórnenda og stendur það verkefni enn yfir. Sett var á fót sparnaðarteymi, sem vinnur með öllum ráðuneytum og undirstofnunum að hagræðingaraðgerðum, jafnt innan einstakra stofnana og með tilfærslu verkefna milli stofnana og þvert á ábyrgðarsvið ráðuneyta. Að teknu tilliti til framangreinds er ljóst að unnið er markvisst að hagræðingu í ríkisrekstrinum í heild sinni og áhersla lögð á að gætt verði ýtrasta aðhalds í rekstri ríkisins, þar á meðal hefur viðmiðunarreglum um fyrirkomulag greiðslna fyrir störf í stjórnum, ráðum, nefndum og starfshópum verið breytt á síðasta ári með það að markmiði að draga úr slíkum kostnaði í ríkiskerfinu og er hér um að ræða einn þátt af fjölmörgum í viðamiklum sparnaðaraðgerðum. Það er á hinn bóginn ekki stefna ríkisstjórnarinnar í sjálfu sér að fækka nefndum og ráðum nema þar sem slíkt er talið skynsamlegt og hagkvæmt, m.a. með hliðsjón af áherslu ríkisstjórnarinnar á aukið samráð og samstarf milli ráðuneyta, stofnana og hagsmunaaðila á ýmsum sviðum og með þátttöku utanaðkomandi sérfræðinga eftir þörfum.