Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 637. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1128  —  637. mál.




Fyrirspurn



iðnaðarráðherra um raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Frá Guðmundi Steingrímssyni.



     1.      Hefur ráðgjafarhópur sem ráðherra skipaði 26. október sl. og átti að skila greinargerð fyrir síðustu áramót, m.a. um fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum, skilað greinargerð sinni? Ef svo er, hverjar eru niðurstöður hópsins? Ef ekki, hvenær má vænta greinargerðarinnar?
     2.      Hvaða aðgerðir telur ráðherra fýsilegastar til þess að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum og auka þar með einnig samkeppnishæfni Vestfjarða með tilliti til iðnaðaruppbyggingar?
     3.      Áformar ráðuneytið að grípa til einhverra aðgerða í þessum efnum, eða stuðla að þeim, í náinni framtíð?


Skriflegt svar óskast.