Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 152. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1355  —  152. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um stjórnlagaþing.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „Forseti Íslands skal“ komi: Forseti Alþingis skal í samráði við stjórnlaganefnd.
     2.      3. mgr. 2. gr. falli brott.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Við bætist nýr málsliður er verði 1. málsl., svohljóðandi: Forseti Alþingis ákveður kjördag í samráði við stjórnlaganefnd og dómsmála- og mannréttindaráðherra.
                  b.      Í stað dagsetningarinnar „30. október 2010“ komi: 30. nóvember 2010.
     4.      Við 6. gr. Í stað orðanna „og ráðherrar“ í síðari málslið komi: ráðherrar og nefndarmenn í stjórnlaganefnd og undirbúningsnefnd.
     5.      Við 14. gr. Í stað orðsins „Stjórnarráðinu“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: forseta Alþingis.
     6.      Við 16. gr. Í stað orðanna „Forseti Íslands“ tvívegis í 1. mgr. komi: Forseti Alþingis.
     7.      Við 25. gr.
                  a.      1. mgr. falli brott.
                  b.      Orðið „nánar“ í 2. mgr. falli brott.
     8.      2. mgr. 27. gr. falli brott.
     9.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Á eftir orðunum „starfsemi þingsins“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: ásamt undirbúningi þjóðfundar.
                  b.      Í stað orðsins „nefnd“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: stjórnlaganefnd.
                  c.      Á eftir 4. málsl. 3. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Úrtakið skal bundið við þá sem eiga kosningarrétt til stjórnlagaþings og lögheimili á Íslandi.