Stefna Íslands í málefnum norðurslóða

Þriðjudaginn 18. janúar 2011, kl. 15:02:28 (0)


139. löggjafarþing — 60. fundur,  18. jan. 2011.

stefna Íslands í málefnum norðurslóða.

337. mál
[15:02]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú hef ég engan hitamæli eða mælikvarða sem ég get notað til að mæla nákvæmlega þann þrýsting sem hv. þingmaður spyr eftir. Ég verð sjálfur aldrei var við neinn þrýsting af hálfu Evrópusambandsins um að Ísland gangi í það. Hins vegar verð ég var við að við höfum mikinn þokka hjá frændþjóðum okkar þar og við höfum verið boðin velkomin þar. Meginástæða þess er sú að við, ólíkt öðrum umsóknarríkjum að Evrópusambandinu, uppfyllum öll grunnviðmiðin, þ.e. Kaupmannahafnarviðmiðin. Við erum gróið lýðræðisríki, við höfum traustar stofnanir, lýðræði okkar og samfélag byggir á traustum merg. Við erum það ríki sem í heiminum berst hvað mest og reynir að fylgja hvað best eftir alþjóðlegum samþykktum um mannréttindi. (Gripið fram í.) Þetta er svar við spurningunni, frú forseti.

Þetta er ástæðan fyrir því að við erum boðin hjartanlega velkomin í Evrópusambandið en þar er enginn sem beinlínis reynir að beita einhverjum brögðum til að ná okkur (Forseti hringir.) þar inn.