Útflutningur hrossa

Þriðjudaginn 15. mars 2011, kl. 22:06:02 (0)


139. löggjafarþing — 93. fundur,  15. mars 2011.

útflutningur hrossa.

433. mál
[22:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég taldi að ég gæti slappað af þegar ég var búinn að ræða um Íbúðalánasjóð og þær álögur sem hann leggur á skattgreiðendur, en þá er hér flutt frumvarp um útflutning hrossa og jafnvel þar, herra forseti, er verið að hækka gjöld, verið að skattleggja. Það er ekkert heilagt og ekkert látið í friði, ekki einu sinni blessaðar skepnurnar sem er verið að flytja til útlanda og koma aldrei aftur til Íslands. (Gripið fram í: Þau vilja þetta sjálf.)