Stjórn vatnamála

Fimmtudaginn 17. mars 2011, kl. 11:32:43 (0)


139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

stjórn vatnamála.

298. mál
[11:32]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég styð málið efnislega og tel það þarft og brýnt. Ég gerði hins vegar grein fyrir fyrirvara mínum við málið í gær og ég vil endurtaka þá áskorun sem ég flutti þá um að þingheimur og allir sem hlýða á mál mitt reyni nú að finna nýtt og betra, skýrara, augljósara og hljómfegurra nafn en vatnshlot yfir þær vatnsheildir sem frumvarpið fjallar um. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)