Aðildarumsókn Íslands að ESB

Fimmtudaginn 24. mars 2011, kl. 11:03:19 (0)


139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

aðildarumsókn Íslands að ESB.

[11:03]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Eins og hv. þingmaður lýsir þessu er aldrei mikilvægara en nú að ég sé í ríkisstjórninni og standi vaktina. [Hlátur í þingsal.] Standi eitthvað upp á mig í þeim efnum að halda hlut mínum fyrir utanríkisráðherra er það bara hvatning til að taka þar enn fastar á. Ég lofa því og tek brýningu hv. þingmanns í þeim efnum. (SKK: Taktu á utanríkisráðherra.) Ég skal gera það ef þess reynist þörf, sem sennilega er. (SKK: Við eigum að berjast saman gegn þessu.) Já, berjumst saman gegn þessu. [Hlátur í þingsal.] Við þekkjum skoðanir utanríkisráðherra og ég er þeim hjartanlega og innilega ósammála. Hann þekkir líka skoðanir mínar. Fari utanríkisráðherra með einhverjum hætti sem mér er ekki að skapi í þessum efnum, sem er reyndar í ýmsum efnum, [Hlátur í þingsal.] var þetta hvatning til að taka enn harðar á, og það mun ég gera. (Forseti hringir.) Ég mun taka hvatningu hv. þm. Sigurðar Kára Kristjánssonar og taka enn fastar á utanríkisráðherra. [Kliður í þingsal.]