Tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 07. apríl 2011, kl. 10:32:24 (0)


139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá.

[10:32]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að atkvæðagreiðslur fara fram að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma. Að atkvæðagreiðslum loknum fer fram utandagskrárumræða um endurskoðun á tekjum af Lottói. Málshefjandi er hv. þm. Jón Gunnarsson. Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Þá vill forseti geta þess að samkomulag er um að fundur geti staðið lengur í dag en þingsköp segja og gert er ráð fyrir að fleiri atkvæðagreiðslur verði síðar í dag.

Skrá yfir framlögð þingskjöl liggur á borðum þingmanna.