Stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013

Föstudaginn 15. apríl 2011, kl. 11:58:07 (0)


139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

42. mál
[11:58]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ljóst að í þessu máli gildir hið fornkveðna að seint koma sumir en koma þó. Í þessu plaggi er margt ágætt en mikilvægi þess er kannski ekki mikið vegna annarrar vinnu sem ríkisstjórnin hefur látið fram fara eins og 20/20-áætlunin og annað slíkt. En vegna breytingartillögu þeirrar sem fram kemur þar sem lögð er áhersla á að jafna beri lífskjör allra Íslendinga þannig að þeir geti valið sér búsetu óháð efnahagslegum aðstæðum mun ég styðja málið en með þessum fyrirvara.