Landsdómur

Fimmtudaginn 05. maí 2011, kl. 11:39:56 (0)


139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[11:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Já, það var rætt í nefndinni. Hér er eingöngu lagt til að framlengt verði kjörtímabil þeirra dómenda sem þegar hafa hafið umfjöllun um mál sem vísað hefur verið til landsdóms og ljúka því. Það þýðir ekki að þeir dómendur séu framlengdir til setu í landsdómi.

Það er rétt, sem hv. þingmaður segir, það ber samkvæmt lögum um landsdóm að kjósa að nýju í landsdóm til sex ára. Ég vænti þess að forseti þingsins muni kynna tillögu um það hér á allra næstu dögum því að það er rétt, sem hv. þingmaður sagði, það er ekki langur tími til stefnu.