Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 14:31:55 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[14:31]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ef ég hef misskilið hv. varaformann, Birki Jón Jónsson, í gær bið ég hann afsökunar á því.

Hitt vil ég segja, frú forseti, að ég treysti mér til að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða sem er byggt í aðalatriðum á þeirri stefnu sem hv. þingmaður lýsir sem stefnu Framsóknarflokksins, bæði um þau málefni sem eru í stóra frumvarpinu og líka varðandi strandveiðikvótann. Ég er þeirrar skoðunar að þarna sé að minnsta kosti kominn sáttaflötur á milli ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins. Hv. þingmaður lýsti því yfir í fjölmiðlum þegar frumvarpið hið stóra kom fram að hún teldi margt gott í því en sagði að hún sæi fyrir sér til dæmis lengri nýtingarréttarsamninga og reyndar breytingu á öðru ákvæði líka. En telur hún ekki miðað við þær yfirlýsingar og þá stefnu sem birtist í ályktunum Framsóknarflokksins og meginlínurnar í stóra frumvarpi ríkisstjórnarinnar að það sé fullkominn (Forseti hringir.) flötur á málamiðlun millum Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar? (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Þá skil ég þetta.)