Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 18:27:30 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:27]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta voru klókar spurningar hjá hv. þingmanni, enda … (Gripið fram í: … spurning.) Nei, tvær, annars vegar um fjármálalega stöðugleikann og hins vegar um hvort grípa eigi til aðgerða.

Hvað varðar fjármálastöðugleikann rakti ég nákvæmlega hvernig fjármálalegur óstöðugleiki myndast við það þegar geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til að greiða af skuldum minnkar. Annars vegar vegna skattlagningar og hins vegar vegna þess að meðaltekjur á hvert fyrirtæki lækka. Það er nákvæmlega þetta sem Seðlabankinn er að minnast á þarna og það er alveg rétta orðalagið „hvort“ eða „hvenær“ eða „hvernig“ en ég lýsti því nákvæmlega hvernig þetta gerist.

Í öðru lagi varðandi þá töflu sem hv. þingmaður vitnaði hér í þá er þetta reyndar, skilst mér, hlutfall aflaheimilda dæmt út frá … (Gripið fram í: Fjölda fyrirtækja.) Er það fjöldi fyrirtækja? Það sem ég mundi vilja grípa til til að hjálpa þessum fyrirtækjum til að ná aftur vopnum er að vísa þeim frumvörpum sem hér eru til umræðu og verða til umræðu aftur til föðurhúsanna. Þau munu taka aflahæfið af þessum fyrirtækjum og þau munu verða til þess að þau geta ekki staðið. Það mun verða hinn endanlegi koss dauðans frá hæstv. sjávarútvegsráðherra, Jóni Bjarnasyni.