Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 23:58:48 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þegar ég fór í andsvör við hv. þm. Ragnheiði E. Árnadóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, sagði hún að markmiðin væru ekki skýr, að stefnan væri ekki skýr hjá ríkisstjórnarflokkunum. Ég hygg að vandi okkar hér sé einmitt sá. Ég vil því biðja herra forseta að taka tillit til þess að við erum að glíma við tvö mál sem ekki er samstaða um í ríkisstjórnarflokkunum. Það er vandamálið. Þess vegna næst engin niðurstaða í það hvert stefnir.

Ég hef ekki fengið svar enn frá hæstv. sjávarútvegsráðherra, sem gæti örugglega fengið tíma til að svara því, um það hvert sé markmiðið með þessum frumvörpum, sérstaklega hinu fyrra. Ég sé það hvergi.