139. löggjafarþing — 161. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:06]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Nú bendi ég virðulegum forseta á að komið er fram yfir miðnætti.

(Forseti (ÁI): Forseti biður hv. þingmann að beina orðum sínum til forseta, að ávarpa forseta.)

Virðulegur forseti. Nú bendi ég yður á að það er komið fram yfir miðnætti og þar af leiðandi er útrunnin heimild sem virðulegur forseti hefur til að halda þingfundi gangandi. Hvaða ástæðu sér virðulegur forseti til að þingmenn þurfi margítrekað að beina til forseta sömu spurningunni á milli þess sem hv. þm. Róbert Marshall kemur og flytur eins konar munnlegar bloggfærslur, samfylkingarblogg, úr ræðustól og lendir reyndar í mótsögn við sjálfan sig því að fyrst heldur hann því fram að hér fari fram samhengislaust þvaður og svo segir hann að fram hafi komið alls konar skoðanir í málinu.

Hversu lengi ætlar (Forseti hringir.) virðulegur forseti að láta hjá líða að svara þeim spurningum (Forseti hringir.) og ábendingum sem til forseta hefur verið beint?