Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 20:04:20 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:04]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp felur í sér verulega tiltekt í stjórnsýslunni eftir hrunið, m.a. samkvæmt ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis. Þar á ég við bætta stjórnarhætti, að gera stjórnsýsluna skilvirkari og betri og gagnsærri og auðvelda breytingar á verkaskiptingu milli ráðuneyta í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Ég vil nota þetta tækifæri, virðulegi forseti, til að þakka allsherjarnefnd fyrir góða vinnu í þessu máli og þá niðurstöðu sem hér er fengin.