Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 20:49:43 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:49]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil segja það að þetta var athyglisvert. Það er ljóst að það er neyðarástand hjá ríkisstjórninni, því þarf að fjölga aðstoðarmönnum til að taka á því.

Ég verð að segja að það er illréttlætanlegt að fara í þessa vegferð nú. Það er rétt að þetta er heimildarákvæði eins og hv. þm. Róbert Marshall greindi frá og ég vona svo sannarlega að það verði ekki nýtt. Við höfum þörf fyrir þá fjármuni sem nota á í aðstoðarmennina í annað, það þarf að styrkja Alþingi og ýmislegt annað. Við munum því greiða atkvæði á móti þessari tillögu núna af því að við munum væntanlega ekki fá tækifæri til þess í 3. umr., þ.e. þetta mun ekki taka neinum breytingum samkvæmt því samkomulagi sem hér hefur verið gert. Ég ítreka að þetta er kannski ekki það sem þarf akkúrat í dag í íslensku samfélagi, að fjölga aðstoðarmönnum.