Sveitarstjórnarlög

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 12:48:56 (0)


139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:48]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í skýringum í frumvarpinu með þeirri grein sem hér er fjallað um segir, með leyfi forseta:

„Það er í samræmi við þá lýðræðislegu hugsun sem býr að baki sveitarstjórnarstiginu og reglum um kosningar til sveitarstjórna að sveitarstjórnarfulltrúar séu fulltrúar íbúa sveitarfélagsins og geti þar með á virkan hátt endurspeglað vilja íbúanna.“

Þetta er yfirbragð þessarar greinar, þ.e. að auka lýðræði í sveitarfélögum, auka aðgengi íbúa sveitarfélaga að kjörnum fulltrúum og veita sem flestum aðkomu að sveitarstjórnum almennt. Þetta er góð tillaga eins og hún hljóðar í frumvarpinu. Breytingartillaga sú sem hér er flutt af Merði Árnasyni og fleirum stríðir gegn anda frumvarpsins og ég get ekki stutt hana.