Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 13:49:03 (0)


139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[13:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Með þeirri breytingartillögu sem hér liggur fyrir er lagt til að tilteknar ákvarðanir sem varða erfðabreyttar lífverur verði teknar aftur inn í frumvarpið en þær féllu út með breytingartillögum á fyrri stigum málsins. Ég geri athugasemd við þetta og tel að þarna mótist málið fullmikið af tortryggni í garð líftækniiðnaðar og þeirrar starfsemi og get þess vegna ekki fallist á að c-liður sé með þeim hætti sem nú liggur fyrir.