Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður

Þriðjudaginn 19. október 2010, kl. 17:57:43 (0)


139. löggjafarþing — 15. fundur,  19. okt. 2010.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

24. mál
[17:57]
Horfa

Flm. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Við hv. þingmaður erum greinilega ekki sammála um þetta en kannski verðum við það þegar málið þroskast meira í aðra hvora áttina eða finnum einhverja „syntesu“ ofan á þessar andstæður. En mín afstaða og meðflutningsmanns míns, hv. þingmanns, er einfaldlega sú að þegar menn eru mættir á þingið eru þeir jafnir. Þeir eru fulltrúar kjósenda sinna, hver og einn, eiga að bera sömu virðingu hver fyrir öðrum og fyrir sjálfum sér og taka að sér þau störf sem þeir telja heppilegust í þágu síns málefnis og sinna kjósenda, síns lands og sinnar þjóðar.