Fjármálafyrirtæki

Þriðjudaginn 16. nóvember 2010, kl. 15:27:12 (0)


139. löggjafarþing — 27. fundur,  16. nóv. 2010.

fjármálafyrirtæki.

212. mál
[15:27]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nefndinni gefst nú færi til að fara betur ofan í tæknilega þætti þessa máls. Hins vegar er það afstaða framkvæmdarvaldsins að með þessari breytingu sé ekki um að ræða afturvirkt inngrip, enda fyrst og fremst verið að taka af allan vafa um að úrskurð dómstóls þurfi í hverju og einu tilviki þegar slitameðferð hefst. Það er grundvallarbreytingin sem verið er að gera. Það er ekki verið að breyta á neinn hátt löggjöfinni nr. 44/2009. Hún stendur eftir sem áður óhögguð og allar efnisreglurnar og efnisheimildirnar sem byggðar eru á þeirri löggjöf.