Úttekt á samkeppnissjóðum á sviði vísinda og rannsókna

Mánudaginn 29. nóvember 2010, kl. 16:06:57 (0)


139. löggjafarþing — 37. fundur,  29. nóv. 2010.

úttekt á samkeppnissjóðum á sviði vísinda og rannsókna.

165. mál
[16:06]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Í þessari umræðu hefur mikið verið rætt um forgangsröðun. Í framhaldi af athugasemd hv. þingmanns áðan má spyrja: Hefur hæstv. forsætisráðherra einhverjar efasemdir um forgangsröðun verkefna hjá ríkisstjórninni, í þeim miklu efnahagskröggum sem við erum í? Með öðrum orðum, telur forsætisráðherra hugsanlegt að of miklu fjármagni sé varið í það sem kalla mætti gæluverkefni ríkisstjórnarinnar og ekki nógu miklu í að fjárfesta og byggja upp til framtíðar? Varðandi þá sjóði sem við höfum verið að ræða, er hæstv. forsætisráðherra ekki sammála að þetta sé í rauninni ekki hreinn kostnaður heldur miklu frekar fjárfesting sem skili þeim mun meiri tekjum til ríkisins til framtíðar sem meira er sett í hana nú? Þarfnast forgangsröðun ríkisstjórnarinnar ekki endurskoðunar?