Fjáraukalög 2010

Mánudaginn 06. desember 2010, kl. 22:40:13 (0)


139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[22:40]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Forseti. Eins og ég sagði áðan hefur þetta blasað við í gögnum ríkisins, í bókhaldi ríkisins, í mörg ár, þ.e. hver ábyrgðin var, eins og ég vitnaði hér til áðan í ríkisreikningi alveg frá árinu 2005 þegar Lánasjóður landbúnaðarins var settur inn í Landsbankann, þá var þetta fært inn í ríkisreikning og á hverju ári til ársins 2008 þegar bankarnir féllu með þeim látum sem urðu á þeim tíma. Það hlýtur því að hafa blasað við að þær skuldir sem þarna voru inni með ríkisábyrgðum hlytu að falla á ábyrgðaraðila. Það er hins vegar ekki fyrr en í dag, á þessu hausti, sem það liggur endanlega fyrir um hvaða upphæðir er að ræða og hver staða málsins er hvað þetta varðar og þess vegna er þetta gert núna. Auðvitað hefði átt að gera þetta strax haustið 2008 þegar ábyrgðin var virk. Það hefði verið réttasta leiðin ef það hefði legið fyrir þá. Því miður gerði það það ekki á þeim tíma og þess vegna erum við í þeirri stöðu í dag að færa þetta til gjalda — loksins, segi ég því að því miður er þetta orðinn hlutur, gerður hlutur, (Forseti hringir.) ábyrgðin er virk og við munum þurfa að borga þetta.