Veiting ríkisborgararéttar

Laugardaginn 18. desember 2010, kl. 14:35:00 (0)

139. löggjafarþing — 56. fundur,  18. des. 2010.

veiting ríkisborgararéttar.

404. mál
[14:35]
Horfa

Flm. (Róbert Marshall) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Auk mín eru flutningsmenn frumvarpsins hv. þm. Árni Þór Sigurðsson, Mörður Árnason, Birgir Ármannsson, Valgerður Bjarnadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Þráinn Bertelsson og hv. þm. Þór Saari, allt nefndarmenn í allsherjarnefnd.

Nefndin hefur fjallað um málið á hefðbundinn hátt, litið til sjónarmiða einstaklinga og samfélagsins alls og mannúðarsjónarmiða.

Tillagan liggur fyrir á sérstöku þingskjali og leggjum við í meiri hluta allsherjarnefndar til að hún verði samþykkt. Ég vil taka það fram vegna þessarar tillögu að unnið er í nefndinni sem endranær með miklar persónuupplýsingar. Það er mikilvægt að einstakir nefndarmenn tjái sig ekki um einstök mál í þessu tilliti. Þau eru hver um sig sérstök og sérstök sjónarmið sem gilda og liggja til grundvallar hverri ákvörðun og þau mynda ekki fordæmi.