Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 53. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 54  —  53. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um samkomulag við Seðlabankann í Lúxemborg um kaup á útistandandi skuldabréfum Avens B.V. sem voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hve hátt var hlutfall reiðufjár í kaupum á útistandandi skuldabréfum Avens B.V. sem voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg og hver var upphæðin í íslenskum krónum á kaupdegi?
     2.      Hve hátt var hlutfall íbúðabréfa í þessum kaupum og hver var upphæðin í íslenskum krónum á kaupdegi?
     3.      Hve hátt var hlutfall ríkisbréfa í þessum kaupum og hver var upphæðin í íslenskum krónum á kaupdegi?
     4.      Hversu hátt hlutfall íbúðabréfanna voru bréf útgefin af Íbúðalánasjóði og hver var upphæðin í íslenskum krónum?
     5.      Hversu hátt hlutfall íbúðabréfanna var tengt við gengisvísitölu, sem nú hefur verið dæmd ólögleg, og hver var upphæðin í íslenskum krónum?
     6.      Á hvaða verði, í íslenskum krónum á kaupdegi, keyptu lífeyrissjóðirnir þessi bréf af Seðlabanka Íslands?
     7.      Hefur Seðlabanki Íslands, f.h. ríkissjóðs, gert kröfu í þrotabú Landsbankans til að fá að fullu bætta þá upphæð sem skuldabréfið sem greitt var með fyrir Avens B.V. hljóðar upp á, eða er litið svo á að um tapað fé sé að ræða fyrir ríkissjóð að undanskilinni sölu íbúðabréfa til lífeyrissjóðanna?


Skriflegt svar óskast.