Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 64. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 65  —  64. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um þýðingu Lissabon-sáttmálans.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hvenær verður þýðingu Lissabon-sáttmálans lokið?
     2.      Hvernig verður sáttmálinn kynntur að þýðingu lokinni, er t.d. fyrirhugað að gefa hann út í bæklingi og dreifa honum á öll heimili landsins til kynningar?
     3.      Fær íslenska ríkið styrk frá Evrópusambandinu til þýðingar sáttmálans eða standa Íslendingar einir straum af henni?


Skriflegt svar óskast.