Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 64. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 134  —  64. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um þýðingu Lissabon-sáttmálans.

     1.      Hvenær verður þýðingu Lissabon-sáttmálans lokið?
    Þýðing er hafin á sáttmálum Evrópusambandsins í heild sinni eins og þeir standa eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans. Áætlað er að þýðingu þeirra verði lokið í lok febrúar 2011.

     2.      Hvernig verður sáttmálinn kynntur að þýðingu lokinni, er t.d. fyrirhugað að gefa hann út í bæklingi og dreifa honum á öll heimili landsins til kynningar?
    Engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu um sérstaka kynningu sáttmálans eða sáttmála Evrópusambandsins umfram þá almennu kynningu á sambandinu sem mun eiga sér stað á næstu missirum og árum.

     3.      Fær íslenska ríkið styrk frá Evrópusambandinu til þýðingar sáttmálans eða standa Íslendingar einir straum af henni?
    Kostnaður við þýðinguna greiðist af almennri fjárveitingu til Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins.