Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 162. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 178  —  162. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um kvensjúkdómaaðgerðir á St. Jósefsspítala og víðar.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hvað voru gerðar margar kvensjúkdómaaðgerðir árin 2008, 2009 og það sem af er ári 2010 á:
                  a.      St. Jósefsspítala,
                  b.      Landspítalanum,
                  c.      sjúkrahúsinu á Akranesi og
                  d.      einkastofum?
     2.      Hvað kostar að meðaltali hver aðgerð í kvenlækningum á fyrrgreindum sjúkrastofnunum?
     3.      Hvað er löng bið eftir aðgerðum af þessu tagi, eftir þeim sjúkrastofnunum sem fyrr greinir?
     4.      Hvert eiga sérhæfðar aðgerðir af þessu tagi að flytjast verði tekin ákvörðun um að leggja þjónustuna niður á St. Jósefsspítala?
     5.      Eru læknar St. Jósefsspítala ráðnir í fastlaunakerfi eða starfa þeir samkvæmt gjaldskrá sérfræðilækna?
     6.      Er St. Jósefsspítali innan fjárlaga fyrir árin 2009 og 2010 þrátt fyrir 10% sparnaðarkröfu hvort ár?
     7.      Hver var ástæða þess að St. Jósefsspítali var sameinaður Sólvangi og hver hefur ávinningur verið af þeirri sameiningu fyrir ríkissjóð?


Skriflegt svar óskast.