Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 296. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 342  —  296. mál.




Fyrirspurn



til dómsmála- og mannréttindaráðherra um Lögregluskóla ríkisins.

Frá Arndísi Soffíu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu miklum fjármunum er áætlað að verja árið 2011 til grunnnámsdeildar Lögregluskóla ríkisins annars vegar og framhaldsdeildar hins vegar?
     2.      Hversu margir lögreglumenn sem luku námi árin 2008, 2009 og 2010 eru ekki starfandi í dag samkvæmt skipun, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996?
     3.      Hversu margir einstaklingar með almennt próf lögreglumanna eru á atvinnuleysisskrá?
     4.      Telur ráðherra að fresta eigi inntöku nýnema í Lögregluskóla ríkisins til ársins 2012 í ljósi efnahagsástandsins og niðurskurðar í almennri löggæslu?


Skriflegt svar óskast.