Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 148. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 365  —  148. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um meðmælabréf vegna atvinnuumsókna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað hefur ráðherra og/eða ráðuneytið skrifað mörg meðmælabréf vegna atvinnuumsókna fyrrum ráðherra á árunum 2000–2010? Fyrir hvern voru bréfin skrifuð, hvert voru þau send og hvenær?

    Ráðherra hefur ritað tvö meðmælabréf vegna atvinnuumsókna fyrrum ráðherra á framangreindu tímabili. Fyrra bréfið var ritað 27. júlí 2009 til Jacques Diouf, framkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), vegna umsóknar Árna M. Mathiesen um starf aðstoðarframkvæmdastjóra hjá stofnuninni. Annað bréf var ritað 14. október 2009 til Marc Perrin de Brichambaut, framkvæmdastjóra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), vegna umsóknar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ráðuneytið studdi umsókn hennar í starf sérstaks fulltrúa í baráttunni gegn mansali.