Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 244. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 405  —  244. mál.




Svar



samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um vanskil meðlagsgreiðslna.

     1.      Hversu margir meðlagsgreiðendur eru hér á landi, skipt eftir kynjum?
    Karlkyns meðlagsgreiðendur eru 11.060. Kvenkyns meðlagsgreiðendur eru 558.

     2.      Hver voru vanskil þessa hóps í árslok 2008, skipt eftir kynjum?
    Karlkyns meðlagsgreiðendur voru 11.221 í árslok 2008 og skulduðu 17.021.928.556 kr.
    Kvenkyns meðlagsgreiðendur voru 519 í árslok 2008 og skulduðu 447.098.382 kr.

     3.      Hver voru vanskil þessa hóps í árslok 2009, skipt eftir kynjum?
    Karlkyns meðlagsgreiðendur voru 11.210 í árslok 2009 og skulduðu 18.243.524.251 kr.
    Kvenkyns meðlagsgreiðendur voru 547 í árslok 2009 og skulduðu 501.675.540 kr.

     4.      Hver voru vanskil þessa hóps 30. júní 2010, skipt eftir kynjum?
    Ekki eru tiltækar tölfræðiupplýsingar frá miðju þessu ári. Hins vegar er staðan þannig nú í nóvember 2010 að karlkyns meðlagsgreiðendur eru 11.060 og skulda þeir 20.080.626.063 kr.     Kvenkyns meðlagsgreiðendur eru 558 og skulda þær 575.284.395 kr.
    Til frádráttar þessum fjárhæðum eiga svo eftir að koma innheimtur á móti reiknuðum meðlögum frá 15. nóvember 2010 til loka mánaðarins, u.þ.b. 75–100.000.000 kr.

     5.      Hefur greiðslustaða þessa þjóðfélagshóps verið athuguð sérstaklega eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008?
    Greiðslustaða þessa þjóðfélagshóps hefur ekki verið athuguð sérstaklega umfram ítarlegar tölfræðiupplýsingar sem unnar eru í upphafi hvers árs fyrir árið á undan og eru tiltækar allt frá árinu 2002. Allar tölfræðiupplýsingar síðustu tveggja ára eru aðgengilegar á heimasíðu Innheimtustofnunar sveitarfélaga, www.medlag.is. Sem dæmi má geta þess að meðaltalsskuld hvers karlkyns meðlagsgreiðanda tímabilið 2006–2009 var á ári sem hér segir:
               árið 2006 1.267.093 kr.
               árið 2007 1.427.738 kr.
               árið 2008 1.516.971 kr.
               árið 2009 1.627.433 kr.
    Meðaltalsskuld hvers kvenkyns meðlagsgreiðanda 2006–2009 var sem hér segir:
               árið 2006 715.389 kr.
               árið 2007 784.223 kr.
               árið 2008 861.461 kr.
               árið 2009 917.140 kr.
    Þessar skuldir bera keim af þeirri staðreynd að almennt eru kröfur Innheimtustofnunar sveitarfélaga ekki afskrifaðar nema við andlát, reynist dánarbú greiðenda eignalaust, eða afskrifaðar að hluta eða öllu leyti að loknu samningsferli meðlagsgreiðanda sem staðið hefur í það minnsta þrjú ár samfellt, sbr. reglugerð nr. 491/1996, um innheimtu og skil á meðlögum o.fl. á vegum Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
    Nánari tölfræðiupplýsingar koma fram í eftirfarandi töflum:
     1.      Karlkyns meðlagsgreiðendur eftir fæðingarári 2006–2009.
     2.      Karlkyns meðlagsgreiðendur eftir fjölda barna sem greitt er með 2006–2009.
     3.      Kvenkyns meðlagsgreiðendur eftir fæðingarári og fjölda barna 2006–2009.
     4.      Karlkyns meðlagsgreiðendur eftir fæðingarári miðað við 22. nóvember 2010.
     5.      Kvenkyns meðlagsgreiðendur eftir fæðingarári miðað við 22. nóvember 2010.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.