Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 338. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 409  —  338. mál.




Fyrirspurn



til dómsmála- og mannréttindaráðherra um útgáfu kynningarblaðs vegna kosninga til stjórnlagaþings.

Frá Sigurði Kára Kristjánssyni.



     1.      Var útgáfa kynningarblaðs vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 sem prentað var í 130.000 eintökum og dreift inn á hvert heimili landsins boðin út, þ.m.t. umsjón, hönnun, prentun og dreifing? Ef útgáfan var ekki boðin út, hvað réð þeirri ákvörðun?
     2.      Hvaða fyrirtæki unnu að útgáfu kynningarblaðsins? Hver var heildarkostnaðurinn við útgáfuna og hvað kostuðu einstakir verkþættir, umsjón með útgáfunni, hönnun blaðsins, prentun þess og dreifing?


Skriflegt svar óskast.