Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 258. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 500  —  258. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar um starfsmannahald og aðkeypta þjónustu hjá ráðuneytinu.

     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi í ráðuneytinu frá 1. janúar 2009 til 1. október 2010? Óskað er upplýsinga um stöðugildi, starfsheiti, kynjahlutfall, launakjör og heildarlaunagreiðslur.
    Einn háskólamenntaður sérfræðingur, karl, var ráðinn í fullt starf á tímabilinu. Í lok árs 2009 voru ráðnir þrír stjórnarráðsfulltrúar til ráðuneytisins. Þeir voru allir ráðnir í fullt starf. Þetta voru tvær konur og einn karl. Einn þeirra hefur hætt störfum og var ráðið í hans stað úr sama ráðningarferli, enda giltu umsóknir í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Þá réð ráðuneytið fjóra starfsmenn til tímabundinna afleysinga á tímabilinu sem spurt er um. Í þeim hópi eru þrjár konur og einn karl.
    Þrettán þýðendur voru ráðnir til þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Allir þýðendurnir voru ráðnir í fullt starf, að undanskildum einum sem ráðinn var í 90% starf og öðrum sem ráðinn var í 50% starf. Í hópnum eru sjö konur og sex karlar. Þá voru ráðnir þrír starfsnemar til tímabundinna starfa í þýðingamiðstöð á tímabilinu, tveir í fullt starf (annar þeirra er hættur störfum) og einn í 50% starf. Þetta voru tvær konur og einn karl.
    Utanríkisráðuneytið starfrækir starfsnemaprógram sem ætlað er fólki sem er að ljúka háskólanámi og að hefja sinn starfsferil. Starfsnemarnir eru á launaskrá og starfa ýmist í ráðuneytinu eða á sendiskrifstofum erlendis. Ráðningartíminn er sex mánuðir og hefur ráðuneytið ráðið alls 19 starfsnema samkvæmt auglýsingum í fjórum ráðningarferlum á tímabilinu sem spurt er um. Í hópnum eru átta konur og ellefu karlar. Á árinu 2009 voru ráðnir þrír starfsnemar fyrir janúar–júní og sömuleiðis þrír starfsnemar fyrir júlí–desember. Á árinu 2010 voru ráðnir sjö starfsnemar fyrir janúar–júní og sex starfsnemar fyrir júlí–desember. Allir starfsnemarnir hafa verið ráðnir til fullra starfa.
    Á tímabilinu, sem fyrirspurnin nær til, hafa samtals ellefu starfsmenn látið af störfum, fjórar konur og sjö karlar. Fyrir utan starfsnema og þýðendur vegna ESB-umsóknar hafa því verið ráðnir fjórir starfsmenn á tímabilinu, en samtals ellefu létu af störfum.
    Launakostnaður utanríkisráðuneytisins með launatengdum gjöldum fyrir tímabilið sem spurt er um nam samtals 2.684 millj. kr. Að jafnaði er launakostnaður á mánuði um 128 millj. kr., en um 180 starfsmenn eru á launaskrá að meðtöldum útsendum starfsmönnum í sendiskrifstofum Íslands erlendis.

     2.      Hvernig hefur ráðuneytið útfært sparnaðartillögu ríkisstjórnarinnar í launagjöldum?
    Ráðuneytið framkvæmdi þá ákvörðun sem tekin var af ríkisstjórn 14. ágúst 2009 um 3–10% lækkun launa þeirra starfsmanna sem höfðu meira en kr. 400.000 í mánaðarlaun. Þá hefur ráðuneytið einnig hrint í framkvæmd ákvörðun Kjararáðs um lækkun launa þeirra starfsmanna sem undir það heyra.
    Útfærsla á ákvörðun ríkisstjórnar, sem gerð var með samræmdum hætti í Stjórnarráðinu, var eins og hér segir.
          Föstum yfirvinnustundum var fækkað um fjórar hjá lægst launaða hópnum, þ.e. þeim sem höfðu laun á bilinu 400–500 þús. kr. Þetta þýddi 2,8%–3,8% lækkun á heildarlaunum þeirra.
          Föstum yfirvinnustundum var fækkað um fimm hjá þeim sem höfðu laun á bilinu 500–550 þús. kr. Þetta þýddi 4–4,3% lækkun á heildarlaunum þeirra.
          Föstum yfirvinnustundum var fækkað um sex hjá þeim sem höfðu laun á bilinu 550–600 þús. kr. á mánuði. Þetta þýddi 4,8–5,2% lækkun á heildarlaunum þeirra.
          Föstum yfirvinnustundum var fækkað um átta hjá þeim sem höfðu laun á bilinu 600–650 þús. kr. á mánuði. Þetta þýddi 5,8%–6,7% lækkun á heildarlaunum þeirra.
    Framangreind útfærsla var kynnt starfsmönnum á almennum starfsmannafundi og jafnframt hitti mannauðsstjóri hvern starfsmann sérstaklega til að fara nánar yfir útfærsluna og afhenda honum bréf þar sem föstum yfirvinnustundum var sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Fækkun yfirvinnutíma tók gildi 1. janúar 2010.
    Launakjör starfsmanna sem heyra undir Kjararáð voru lækkuð í samræmi við ákvörðun Kjararáðs frá 23. febrúar 2009, þ.e. með fækkun eininga hjá þeim sem fengu einingar greiddar og með lækkun mánaðarlauna þeirra sem ekki fá greiddar einingar, t.d. sendiherra við störf á sendiskrifstofum erlendis.

     3.      Hvaða sérfræðiþjónusta var keypt á tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. október 2010 og í hvaða tilgangi, greint eftir nöfnum verksala og fjárhæðum?
Verksali Lýsing Upphæð
Gunnar Sveinn Skarphéðinsson Þýðingavinna 19.277
Niels Rask Vendelbjerg Þýðingavinna 276.247
Tara Kathleen Flynn Þýðingavinna 88.931
Birgit Nyborg Þýðingavinna 19.355
Pétur Rasmussen Þýðingavinna 97.147
Magnús Matthíasson Þýðingavinna 134.918
Sigfríður Gunnlaugsdóttir Þýðingavinna 58.100
Páll Heiðar Jónsson Þýðingavinna 17.620
Katelin Marit Parsons Þýðingavinna 97.747
Anne Cecilia Benassi Þýðingavinna 66.000
Hulda Hlín Magnúsdóttir Þýðingavinna 25.000
Jón Örn Thordarson Þýðingavinna 14.877
Oddný Helgadóttir Þýðingavinna 162.500
Erla Sigurðardóttir Þýðingavinna 25.727
Allan Rettedal Þýðingavinna 69.960
Ingvar Helgi Eggertsson Þýðingavinna 227.974
Ólöf Kristín Pétursdóttir Þýðingavinna 209.920
Arnaldur Hjartarson Þýðingavinna 302.500
Þýðingastofa JC ehf. Þýðingavinna 17.480
U7 ehf. Þýðingavinna 395.135
JS þýðingar ehf. Þýðingavinna 784.622
Hagfelld ehf. Þýðingavinna 128.514
Túlka- og þýðingaþjónustan ehf. Þýðingavinna 3.500
Skjal ehf. Þýðingavinna 18.252
Þýðingar og tölvusetning sf. Þýðingavinna 9.000
Scriptorium ehf. Þýðingavinna 38.500
MálVÍS ehf. Þýðingavinna 35.000
Soffía Gunnarsdóttir Þýðingavinna 46.890
Þýðingar samtals 3.390.693
Landslög lögfræðiþjónusta ehf. Lögfræðiþjónusta v/efnahagskreppu 168.096
Logos slf. Lögfræðiþjónusta v/efnahagskreppu 568.800
HeadLand Consultancy Ltd. Ráðgjafaþjónusta v/efnahagskreppu 11.220.570
Sovereign Strategy Ráðgjafaþjónusta v/efnahagskreppu 1.117.760
Advokatfirmaet Schjödt Ráðgjafaþjónusta v/efnahagskreppu 17.693.468
Huijskens Communications Ráðgjafaþjónusta v/efnahagskreppu 820.325
Samtals v/efnahagskreppu 31.589.019
GH1 hf. Hlutdeild í sparnaðarátaki FJR 233.717
Ragnhildur Helgadóttir Lögfræðileg aðstoð við svörun spurninga 34.000
Lilja Ólafsdóttir Ráðgjafastörf v/fríverslunarviðræðna við Kína 360.000
Mörkin Lögmannsstofa hf. Lögfræðiþjónusta 42.375
ÞL og ET lögfræðiráðgjöf ehf. Ráðgj. v/samningar frumvarps til breytinga á varnarmálalögum 75.000
Árnason Faktor ehf. Vörumerkjavöktun 4.159.602
Mörkin Lögmannsstofa hf. Lögfræðiþjónusta 164.250
20 Essex Street Erlend lögfræðiþjónusta 291.730
Taylor Wessing Erlend lögfræðiþjónusta 412.552
Bólusetningar og læknisþjónusta Bólusetningar og læknisþjónusta samtals 566.825
Ari Trausti Guðmundsson Leiðsögn 99.000
Ólafur Theodórs Ólafsson Hönnun og gerð skjaldarmerkis 46.541
Valdimar Valdemarsson Ráðgjöf í evrópumálum 200.000
Björg Thorarensen Yfirlestur og svör v/ESB 271.296
Anna Kristín Ólafsdóttir Verkefnisstjórn v/starfshóps um Íslandsstofu 1.004.530
Valur Ingimundarson Ráðgjöf og skýrslugerð 673.081
Oddrún ehf. Leiðsögn 30.000
Listasafn Íslands Þjónusta v/listaverks 27.169
eCom ehf. Yfirferð og leiðréttingar v/ESB 29.568
Brytinn ehf. Afleysing í mötuneyti 32.000
Hnotskógur ehf. Auglýsing í Export Directory 77.210
Nordic Business Development ehf. Ráðgjöf og verkefnastjórnun vegna NBO 1.102.500
Háskóli Íslands Ráðgjöf í evrópumálum 640.000
KOM ehf. Ráðgjöf í almannatengslum 813.310
Congress Reykjavík-Ráðstefnuþj. ehf. Ráðstefnuþjónusta 204.000
Hist ehf. Hugmyndavinna, skissugerð, hönnun og frágangur til prentunar 139.787
BG-Ráðgjöf og þjónusta ehf. Sérfræðiþjónusta 30.000
Þeir tveir ehf. Hönnun og uppsetning a nýjum vef 154.860
Stefanía Khalifeh Sérfræðiþjónusta í Mið-Austurlöndum 1.120.920
Dr. Henning Riecke Vegna High North Academic Roundtable 112.249
Mary Scharck Erlendur fyrirlesari 51.448
Annað samtals 13.199.520
Samtals 48.179.232

     4.      Kannaði ráðuneytið hvort unnt væri að leysa þessi sérfræðiverkefni innan ríkiskerfisins áður en þjónustan var keypt og ef svo er, til hvaða ríkisaðila var leitað í hverju tilfelli fyrir sig?
    Í öllum tilvikum er leitast við að leysa verkefnin með starfsmönnum ráðuneytisins áður en leitað er til einkaaðila. Eðli aðkeyptrar þjónustu, sbr. ofangreindan lista, skýrir hví ekki var unnt að inna hana af hendi innan ríkiskerfisins.