Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 313. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 595  —  313. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld.

Frá 1. minni hluta efnahags- og skattanefndar (PHB, TÞH).



     1.      Við 1. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við uppgjör fjármagnstekjuskatta í árslok skal leggja saman jákvæðar fjármagnstekjur og draga frá neikvæðar fjármagnstekjur og afskrifaðar eða sannanlega tapaðar fjármagnseignir.
     2.      Við 2. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Dánarbú greiða ekki tekjuskatt.
     3.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
            Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 18. gr. laganna:
                  a.      Á eftir ártölunum „1990–1996“ í 1. málsl. kemur: eða 2011 eða síðar.
                  b.      Í stað upphæðarinnar „367.625“ í 2. málsl. kemur: 500.000.
                  c.      Í stað orðanna „á árinu 1997“ í 3. málsl. kemur: á árunum 1997 til 2010.
                  d.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um neikvæðar fjármagnstekjur af gjaldeyris- eða verðtryggðum reikningum og aðrar fjármagnstekjur, sbr. 3. mgr. 66. gr.
     4.      50. gr. orðist svo:
                  Orðin „á tímabilinu“ og orðin „til og með 31. desember 2010“ í ákvæðum til bráðabirgða II, III, V og VI í lögunum falla brott.
     5.      Við bætist tveir nýir kaflar, sem verða XVI. kafli, Breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, með einni grein, 59. gr., og XVII. kafli, Breyting á lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, með einni grein, 60. gr., er orðist svo:
                  a.      (59. gr.)
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði laga þessara er óheimilt að greiða iðgjöld í B-deild lífeyrissjóðsins eftir 1. janúar 2012.
                  b.      (60. gr.)
                Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði laga þessara er óheimilt að greiða iðgjöld í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga eftir 1. janúar 2012.