Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 324. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 623  —  324. mál.




Svar



félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

     1.      Hversu mikið hefur ráðstöfunarfé ráðherra verið síðastliðin fimm ár, sundurliðað eftir árum?
    Fjárlagaliðurinn 07-199-1.10, Til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra, var með 5 millj. kr. fjárheimild á ári 1996–2009. Fjárhæðin var lækkuð í 3,5 millj. kr. árið 2010 til að mæta kröfu um hagræðingu í starfsemi ráðuneytisins.

     2.      Hvernig hefur ráðstöfunarfénu verið varið síðastliðin fimm ár, sundurliðað eftir árum?
    Ráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um það hvernig ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið varið síðastliðin fimm ár, sundurliðað eftir árum, viðtakanda og tilefni styrkveitingar. Árin 2007 og 2008 nýtti ráðuneytið að auki fjármuni af óskiptum safnlið til að styrkja starfsemi hjálparsamtaka og samtaka sem vinna gegn kynferðislegu ofbeldi. Þeir styrkir eru taldir hér með.
    Á þeim fimm árum sem spurt er um hafa sjö ráðherrar gegnt embætti félagsmálaráðherra og frá 2008 félags- og tryggingamálaráðherra. Árni Magnússon til 7. mars 2006, Jón Kristjánsson til 15. júní 2006, Magnús Stefánsson til 24. maí 2007, Jóhanna Sigurðardóttir til 1. febrúar 2009, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir til 10. maí 2009, Árni Páll Árnason til 2. september 2010 og Guðbjartur Hannesson frá 2. september 2010.

Viðtakandi Kr. Skýring
2006
Blátt áfram, forvarnaverkefni 500.000 Styrkur til forvarna og fræðslustarfs gegn kynferðislegu
    ofbeldi á börnum
Félag um forvarnastarf læknanema 200.000 Styrkur til forvarnastarfs læknanema
Femínistafélag Íslands 100.000 Styrkur til átaksins „Karlmenn segja NEI
    við nauðgunum“
Íþróttasamband fatlaðra 500.000 Framlag til sumarbúða fyrir fatlaða
Kvenfélagasamband Íslands 250.000 Styrkur vegna 34. landsþings
    Kvenfélagasambands Íslands
Kvennaráðgjöfin 200.000 Styrkur til starfsemi Kvennaráðgjafarinnar
Kvenréttindafélag Íslands 200.000 Styrkur til þátttöku frjálsra félagasamtaka í 50. fundi
    kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna
Landssamband eldri borgara 400.000 Styrkur til könnunar á kjörum aldraðra
Leikhópurinn Perlan 200.000 Styrkur til starfsemi leikhópsins
Reykjavíkurdeild RKÍ 1.000.000 Styrkur til rekstrar Fjölskyldumiðstöðvarinnar
Samtök kvenna af erlendum
    uppruna á Íslandi
250.000 Styrkur til starfsemi samtakanna
Þroskahjálp, landssamtök 1.200.000 Styrkur til stefnumótunar um auðlesið efni
2007
Arnfirðingafélagið 100.000 Styrkur til fjölskylduhátíðarinnar „Bíldudals grænar“
Barnaheill, félag 300.000 Ráðstefna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
Blátt áfram, forvarnaverkefni 500.000 Styrkur til forvarna og fræðslustarfs gegn kynferðislegu
    ofbeldi á börnum
Breiðavíkursamtökin 250.000 Styrkur til að opna heimasíðu
Félag einstæðra foreldra 300.000 Styrkur í námssjóð einstæðra foreldra
Félag eldri borgara 250.000 Styrkur til starfsemi félagsins
Félag eldri borgara í Önundarfirði 200.000 Styrkur til starfsemi félagsins
Félag um forvarnastarf læknanema 100.000 Styrkur til forvarnastarfs læknanema
Félag um foreldrajafnrétti 250.000 Styrkur til starfseminnar
Fjölmennt 100.000 Styrkur til starfsemi Fjölmenntar á Selfossi
Fjölskylduhjálp Íslands 250.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga
Háskóli Íslands 250.000 Til rannsóknar um forvarnir, vímuefnaneyslu o.fl.
Háskólinn Akureyri 150.000 Styrkur vegna ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði
Háskólinn Bifröst 1.300.000 Styrkur til Rannsóknaseturs verslunarinnar vegna skýrsl
    unnar „Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja“
Hestamiðstöð Reykjavíkur 200.000 Styrkur til reiðnámskeiða fyrir fötluð börn
Hjálpræðisherinn á Íslandi 250.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga
Hlutverk, samtök um
    vinnu- og verkþjálfun
200.000 Styrkur til náms- og kynnisferðar í Noregi
Íþróttasamband fatlaðra 500.000 Styrkur til verkefna á vegum sambandsins
Kvenréttindafélag Íslands 100.000 Til þátttöku á aðalfundi IAW
Lára Jóna Þorsteinsdóttir 75.000 Styrkur til rannsóknar um móttöku, nám og líðan barna af erlendum uppruna í íslenskum grunnskóla
Lionsklúbbur Patreksfjarðar 100.000 Styrkur til tækjakaupa fyrir bíónefnd klúbbsins
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar 250.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar 250.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 500.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga
Oleksandra Chernyshova 100.000 Styrkur til uppsetningar á óperu á Sæluviku
    Skagfirðinga 2007
Páll Biering 300.000 Styrkur til verkefnisins „Staðlað mat á árangri
    forvarna- og meðferðarstarfs unglinga“
Reykjavíkurborg 250.000 Styrkur til rannsókna á íþrótta- og félagsþátttöku barna
    af erlendum uppruna í Breiðholti
Risið, líknarfélag áfengissjúklinga 250.000 Styrkur vegna útgáfu bókar um 30 ára sögu félagsins
Samhjálp, félagasamtök 250.000 Styrkur til Kaffistofu Samhjálpar vegna aðstoðar
    við heimilislaust fólk
Samtök áhugafólks um spilafíkn 200.000 Styrkur til starfsemi félagsins
Símenntunarstöð Vesturlands 300.000 Styrkur til menntasmiðju kvenna á Vesturlandi
Sólstafir Vestfjarða 600.000 Styrkur til starfseminnar
Sjómannadagsráð Ólafsvíkur 35.000 Kveðja til sjómanna í Sjómannadagsblaði Snæfellsbæjar
Skákskóli Hróksins 500.000 Styrkur til að kynna skák fyrir grunnskólabörnum
2008
ADHD-samtökin 500.000 Vegna ráðstefnu á 20 ára afmæli samtakanna
Ás – styrktarfélag 1.000.000 Styrkur til starfs- og endurmenntunar í tilefni
    50 ára afmælis félagsins
Einstök börn, stuðningsfélag 250.000 Styrkur til starfseminnar
Femínistafélag Íslands 150.000 Styrkur til átaksins „Karlmenn segja NEI
    við nauðgunum“
Félag aðstandenda
    alzheimersjúklinga
100.000 Styrkur til starfsemi félagsins
Félag eldri borgara 200.000 Til ritunar á sögu Félags eldri borgara í Hafnarfirði
Félag háskólakvenna 100.000 Vegna verkefna á 80 ára afmæli
Félag MND-sjúklinga 500.000 Vegna reksturs og verkefna MND-félagsins
Fjölskylduhjálp Íslands 600.000 Vegna úthlutunar til skjólstæðinga félagsins
Geðhjálp 500.000 Vegna samstarfsverkefnis um átak í öflun sjálfboðaliða
Halaleikhópurinn 100.000 Uppsetning á leiksýningu
Háskóli Íslands 250.000 Til kaupa á sérhæfðum búnaði fyrir aðgengissetur
    á Háskólatorgi
Háskólinn á Bifröst ses. 500.000 Til rannsókna. Lokun félagslega íbúðakerfisins
Hestamiðstöð Reykjavíkur 200.000 Styrkur til reiðnámskeiða fyrir fötluð börn
Hjálparstarf kirkjunnar 1.300.000 Styrkur til starfseminnar
Hjálpræðisherinn á Íslandi 500.000 Vegna úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Íþróttasamband fatlaðra 500.000 Styrkur til sumarbúða fyrir fötluð börn
Kvenréttindafélag Íslands 100.000 Styrkur til málþings á vegum Kvenréttindafélagsins
Landlæknisembættið 300.000 Styrkur til að ljúka við verkefnið „Þjóð gegn þunglyndi“
Ljósmyndasafn Reykjavíkur 100.000 Styrkur til að setja upp sýningu um líf flóttamanna
    á Íslandi
Mannréttindaskrifstofa Íslands 100.000 Styrkur til starfsemi Mannréttindaskrifstofunnar
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar 600.000 Vegna úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar 600.000 Vegna úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs 600.000 Vegna úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 1.200.000 Vegna úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Nonnahús, minjasafn 100.000 Vegna sýningar um Jón Sveinsson – Nonna
NFBO – norræn samtök 200.000 Vegna ráðstefnu NFBO
Reykjavíkurdeild RKÍ 300.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga
Rithöfundasamband Íslands 150.000 Góugleði, bókmenntahátíð kvenna, og Fjöruverðlaun
Rífandi gangur 500.000 Vegna hestatengdrar liðveislu fyrir fötluð börn
Samhjálp, félagasamtök 300.000 Vegna aðstoðar við heimilislaust fólk
Samtök um kvennaathvarf 1.000.000 Styrkur til starfseminnar
Skáksamband Íslands 100.000 Alþjóðlegt skákmót til minningar um Bobby Fischer
Sjálfsbjörg, höfuðborgarsvæðinu 100.000 Styrkur fyrir hjálparmenn í ferðum fatlaðra
Sólstafir Vestfjarða 800.000 Styrkur til starfseminnar
Stígamót, samtök kvenna 2.425.000 Styrkur til starfseminnar. Til þátttöku að Evrópusetri
    um ofbeldi gegn konum
Stuðningshópur fyrir foreldra 150.000 Styrkur til stuðningshóps foreldra sem hafa misst börn
    til að halda ráðstefnu
2009
Draumasmiðjan útgáfa ehf. 100.000 Vegna alþjóðlegrar listahátíðar heyrnarlausra
Femínistafélag Íslands 50.000 Vegna átaksins „Karlmenn segja NEI við nauðgunum“
Félag háskólakvenna/kvenstúdenta 100.000 Styrkja erlendar konur sem búsettar eru á Íslandi
Félag heyrnarlausra 500.000 Vegna 50 ára afmælis og útgáfu bókarinnar
    „Saga heyrnarlausra á Íslandi“
Félag MND-sjúklinga 200.000 Vegna reksturs og verkefna MND-félagsins
Fræðsla og forvarnir 250.000 Vegna fræðsluefnis fyrir nemendur í grunnskólum
Gay Pride – Hinsegin dagar, félag 100.000 Vegna Hinsegin daga í Reykjavík
Hanna Björg Sigurjónsdóttir 400.000 Námskeið fyrir seinfæra foreldra
Háskóli Íslands 250.000 Vegna rannsóknar á sjálfboðastarfi
Háskólinn á Akureyri 100.000 Vegna ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði
Hjálparstarf kirkjunnar 220.000 Styrkur til starfseminnar
Hjálpræðisherinn á Íslandi 260.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga
Íslenska lögregluforlagið ehf. 30.000 Til að gefa út unglingabækling
Íþróttasamband fatlaðra 500.000 Vegna sumarbúða ÍF á árinu 2009
Íþróttasamband fatlaðra 18.000 Vegna Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi
Jóhanna Rósa Arnardóttir 50.000 Vegna rannsóknar á leið ungmenna frá skóla til vinnu
Leikhópurinn Þíbilja 250.000 Styrkur vegna leikinnar dagskrár
    um atvinnu/atvinnuleysi
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar 220.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar 220.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs 220.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 220.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar
Reykjavíkur Akademían ses. 50.000 Styrkur vegna málþings
Reykjavíkurdeild RKÍ 220.000 Vegna jólaúthlutunar til skjólstæðinga
Rithöfundasamband Íslands 75.000 Góugleði, bókmenntahátíð kvenna, og Fjöruverðlaun,
    bókmenntaverðlaun kvenna 2009
Samhjálp, félagasamtök 220.000 Vegna aðstoðar við heimilislaust fólk
Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra 75.000 Fyrir hjálparmenn í ferðir fatlaðra
Æskan og hesturinn,
    áhugamannafélag
100.000 Vegna sýningarinnar „Æskan og hesturinn“
2010
FSS – félag STK stúdenta 50.000 Vegna starfseminnar
Íþróttasamband fatlaðra 670.000 Vegna sumarbúða ÍF á árinu 2009 og vetrarólympíumóts fatlaðra 2010
Málamynd ehf. 200.000 Vegna fyrirlestrarferðar í framhaldsskóla landsins
Ný dögun, samtök um
    sorg/sorgarviðbrögð
100.000 Vegna stuðnings við starfsemi samtakanna 2010
Þorbergur Ólafsson 60.000 Vegna útgáfu blaðsins „Málefni aldraðra“
Æskan og hesturinn 100.000 Vegna sýningarinnar „Æskan og hesturinn“