Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 474. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 767  —  474. mál.




Fyrirspurn



til forseta Alþingis um fund ómerktrar tölvu í húsakynnum Alþingis.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Kom forsætisnefnd saman til ákvarðanatöku þegar ómerkt tölva fannst í húsakynnum Alþingis í fyrra og ef svo er, hvaða ákvarðanir voru þá teknar?
     2.      Hvernig stóð á því að tölvudeild þingsins var forseta til ráðgjafar um úrbætur og næstu skref í tölvufundarmálinu?
     3.      Hvers vegna var ríkislögreglustjóri og starfsfólk hans ekki kallað út þegar tölvan fannst?
     4.      Hverjar eru ástæður þess að alþingismenn voru ekki látnir vita þegar tölvan fannst?
     5.      Vöknuðu einhverjar spurningar hjá forseta þegar í ljós kom að tölvan var tengd inn á netið 28. desember 2009, sama dag og umræður um Icesave hófust á ný?
     6.      Var formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs látinn vita af tölvufundinum eins og formaður Samfylkingarinnar?
     7.      Hefur forseti vakið máls á því við ríkislögreglustjóra að um árás á æðstu stjórn ríkisins hafi verið að ræða?


Skriflegt svar óskast.