Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 364. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 812  —  364. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um umferð og vegtolla.

     1.      Hversu mikil er umferð að meðaltali á degi hverjum á:
                  a.      þjóðvegi 41 (Reykjanesbraut),
                  b.      Suðurlandsvegi til Selfoss, og
                  c.      Vesturlandsvegi að Hvalfjarðargöngum?


Vegur Kafli Umferð ÁDU 2009
(bílar/sólarhring)
Reykjanesbraut Á Strandarheiði 10.300
Suðurlandsvegur Neðan Lögbergs 8.600
Suðurlandsvegur Í Svínahrauni 7.900
Suðurlandsvegur Á Hellisheiði 6.700
Suðurlandsvegur Vestan Biskupstungnabrautar 7.200
Vesturlandsvegur Sunnan Grundarhverfis 7.000
Vesturlandsvegur Norðan Grundarhverfis 6.100

     2.      Hvar í heiminum er GPS-tækni notuð til vegtollunar?
    Eftirfarandi svar er einungis dæmi um hvar GPS-tækni er notuð til að mæla staðsetningu og ekna vegalengd ökutækja með það að markmiði að innheimta vegtolla:

Þýskaland Hraðbrautir og nokkrir aðalvegir (flutningabílar >12 tn).
Slóvakía Hraðbrautir og aðalvegir (vöru- og fólksflutningabílar > 3,5 tn).
Singapúr (Áætlað 2010).
Holland Gerðar hafa verið vel heppnaðar tilraunir með GPS-mælingar á staðsetningu og ekinni vegalengd ökutækja í því skyni að innheimta vegtolla. Fyrirhugað var að hefja innheimtu vegna stórra bíla 2012 og allra bíla 2017 en þeirri ákvörðun var slegið á frest fyrir þingkosningarnar í Hollandi sl. vor.
Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða.
    
    Það verður að horfa til þeirrar stöðu sem við erum í um þessar mundir en afar takmarkað fé er til ráðstöfunar til nýframkvæmda.
    Í fjögurra ára samgönguáætlun 2009–2012 sem afgreidd var frá Alþingi á síðasta þingi er gert ráð fyrir að notendagjöld verði notuð til að greiða fyrir tilteknar samgönguframkvæmdir.