Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 559. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 947  —  559. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um ákvarðanir Hæstaréttar um endurupptöku mála.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hve margar af þeim 32 beiðnum um endurupptöku máls fyrir Hæstarétti sem synjað var 2000–2010 (sbr. þskj. 909, 409. mál) voru afgreiddar af þremur dómurum og hve margar af fimm dómurum við réttinn?
     2.      Hvernig var staðið að vali dómara sem ákváðu að synja endurupptöku máls? Hafði einn dómari eða fleiri í hverju tilviki dæmt það mál sem óskað var endurupptöku á?
     3.      Hver er skýringin á því að ákvarðanir Hæstaréttar um endurupptöku máls og synjun um endurupptöku máls eru ekki birtar opinberlega?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að breyta lögum eða verklagi við ákvörðun um endurupptöku mála sem Hæstiréttur hefur dæmt?


Skriflegt svar óskast.