Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 352. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 969  —  352. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um framlög til málefna fatlaðra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu há hafa árleg opinber framlög til málefna fatlaðra verið á verðlagi hvers árs árin 1991–2011, miðað við áætlun fjáraukalaga og fjárlaga fyrir árin 2010 og 2011?
     2.      Hversu há hafa þessi framlög verið á verðlagi 1. nóvember sl., miðað við meðaltal neysluvísitölu hvers árs og spá um vísitölu fram til loka árs 2011?
     3.      Hversu há hafa framlögin verið sem hlutfall af opinberum útgjöldum hvers árs?
     4.      Hversu há hafa framlögin verið sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hvers árs?


    Svör við fyrirspurninni eru tekin saman í eftirfarandi töflu sem er unnin upp úr ríkisreikningi viðkomandi ára, fjárlögum og fjáraukalögum, þjóðhagsspá 2010–2015 og gögnum af heimasíðu Hagstofu Íslands.

Ár Framlög hvers árs, millj. kr.1 Framlög á áætluðu meðalverðlagi ársins 2011,
millj. kr.2
Útgjöld til málefna fatlaðra sem hlutfall
af útgjöldum A-hluta ríkissjóðs
Útgjöld til málefna fatlaðra sem hlutfall
af vergri
landsframleiðslu 3
1990 1.383 4.438 1,43% 0,37%
1991 1.591 4.724 1,41% 0,40%
1992 1.770 5.102 1,60% 0,44%
1993 1.887 5.364 1,58% 0,46%
1994 1.964 5.491 1,56% 0,45%
1995 2.261 6.045 1,75% 0,50%
1996 2.331 5.940 1,70% 0,48%
1997 2.365 5.764 1,76% 0,45%
1998 3.004 6.777 1,58% 0,51%
1999 3.240 6.899 1,63% 0,51%
2000 3.709 7.438 1,62% 0,54%
2001 4.305 7.958 1,88% 0,56%
2002 4.850 8.389 1,81% 0,59%
2003 5.270 8.682 1,88% 0,63%
2004 5.809 9.167 1,93% 0,63%
2005 6.368 9.446 2,06% 0,62%
2006 7.370 10.059 2,17% 0,63%
2007 8.757 11.027 2,20% 0,67%
2008 10.196 11.747 1,48% 0,69%
2009 10.788 11.765 1,86% 0,72%
2010 11.252 11.696 1,99%
2011 11.479 11.479 2,25%
1.    Tölur eru úr ríkisreikningi fyrir árin 1990–2009. Fyrir árið 2010 gilda fjárlög og fjáraukalög. Fjárhæðin vegna ársins 2011 er samsett. Annars vegar eru tæpar 10.800 millj. kr. sem færðar voru til sveitarfélaga í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu fjármuna í kjölfar yfirtöku sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða. Hins vegar eru um 700 millj. kr. sem er áætlaður rekstrarkostnaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og nokkurra smærri fjárlagaliða hjá velferðarráðuneytinu.
2.    Framlög eru framreiknuð til áætlaðs verðlags 2011. Annars vegar með launavísitölu þar sem vægi hennar reiknast 85% og hins vegar með vísitölu neysluverðs með 15% vægi. Er þetta í samræmi við skiptingu útgjalda í málaflokknum.
3.    Upplýsingar um verga landsframleiðslu árin 2010 og 2011 liggja ekki fyrir.