Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 594. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1012  —  594. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um fjárhagslega endurskipulagningu vátryggingafélagsins Sjóvár.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.



     1.      Á hvaða lagaheimild byggði ráðherra ákvörðun sína um fjárframlag þegar ríkissjóður tók árið 2009 þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu vátryggingafélagsins Sjóvár með 11,6 milljarða kr. eiginfjárframlagi til eignarhaldsfélags þess?
     2.      Voru þessi viðskipti færð í bókhaldi ríkisins þegar þau fóru fram? Ef ekki, þá hvers vegna ekki?
     3.      Hvernig var eiginfjárframlag ríkissjóðs samsett? Ef framlagið var innt af hendi með öðru en peningum er óskað eftir ítarlegri sundurliðun á samsetningu framlagsins sem sýni m.a. útgefendur skuldabréfa, sé um þau að ræða.
     4.      Lá fyrir fjárhagslegt mat á áhrifum af væntu gjaldþroti félagsins á tekjur og gjöld ríkissjóðs áður en ákvörðun um fjárframlagið var tekin? Ef svo er, hvernig var matið unnið, hver vann það og hverjar voru niðurstöður þess?
     5.      Lá fyrir mat á þeim fjárhæðum sem líklegt var að viðskiptamenn félagsins mundu tapa við gjaldþrot félagsins? Ef svo er, er óskað eftir að þær upplýsingar verði lagðar fram um helstu flokka viðskiptamanna og að fram komi hver vann það mat.
     6.      Hver er staða formlegrar rannsóknar á eiginfjárframlagi ríkisins til endurreisnar Sjóvár sem eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hóf 22. september 2010?
     7.      Bar íslenska ríkinu lagaleg skylda til að bjarga félaginu?


Skriflegt svar óskast.