Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 337. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1096  —  337. mál.




Breytingartillögur



við till. til þál. um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.

Frá utanríkismálanefnd.



     1.      Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
                  a.      Í stað orðanna „eftirfarandi meginþætti“ í inngangsmálslið komi: eftirfarandi tólf meginþætti.
                  b.      3. tölul. færist framar og verði 1. tölul.
                  c.      Á eftir 7. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Að vinna með öllum ráðum gegn loftslagsbreytingum af manna völdum og áhrifum þeirra og tryggja þannig bætta velferð íbúa og samfélaga á norðurslóðum. Ísland beiti sér í hvívetna fyrir því að við aukin efnahagsleg umsvif á norðurslóðum verði stuðlað að sjálfbærri nýtingu auðlinda og gætt að ábyrgri umgengni um hin viðkvæmu vistkerfi og verndun lífríkis. Einnig skal stuðlað að varðveislu hinnar sérstöku menningar og lífshátta frumbyggja sem þróast hafa á norðurslóðum.
                  d.      2. málsl. 8. tölul. orðist svo: Efla ber samstarf Íslands við önnur ríki um viðbúnað til eftirlits, leitar, björgunar og mengunarvarna á norðurslóðum.
                  e.      10. tölul. orðist svo: Að auka þekkingu Íslendinga á málefnum norðurslóða og að kynna Ísland erlendis sem vettvang fyrir fundi, ráðstefnur og umræður um norðurslóðir. Vinna ber að því að efla og styrkja miðstöðvar, rannsóknarsetur og menntastofnanir um norðurslóðir á Íslandi í samstarfi við önnur ríki og alþjóðastofnanir.
     2.      Á eftir orðunum „hlutaðeigandi ráðuneyti“ í 3. mgr. komi: sem og sérfræðistofnanir og samtök um málefni Norðurslóða.