Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 632. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1108  —  632. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lækkun vörugjalda af ökutækjum sem breytt hefur verið til þess að nýta metan.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.



     1.      Hvaða ástæður liggja að baki mismun í meðferð vörugjalda, samkvæmt lögum nr. 29/1993, um vörugjöld, eins og þeim var breytt um síðustu áramót, af nýjum og ónotuðum bifreiðum sem breytt hefur verið þannig að þær nota metan í stað bensíns eða dísilolíu annars vegar og hins vegar meðferð vörugjalda af notuðum bifreiðum sem breytt hefur verið á sama hátt?
     2.      Hver er rökstuðningur að baki ákvörðun um 1.250.000 kr. hámarksniðurfellingu vörugjalda af nýju og ónotuðu ökutæki ef því er breytt fyrir nýskráningu svo það nýti metan í stað bensíns?
     3.      Hvers vegna er endurgreiðsla vegna breytinga á bifreið til að nýta metan bundin við 20% af kostnaði við breytinguna og hvers vegna er sú heimild bundin við 1.000 bifreiðar?
     4.      Í hversu mörgum tilfellum hafa vörugjöld verið lækkuð vegna breytinga á nýjum eða ónotuðum bifreiðum skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 29/1993 frá 1. janúar 2011?
     5.      Hversu margir hafa nýtt sér heimild í ákvæði til bráðabirgða XIII við lögin til endurgreiðslu hluta af kostnaði við breytingu bifreiða frá 1. janúar 2011?
     6.      Hversu margir hér á landi bjóða þjónustu við breytingar á bifreiðum til nýtingar á metani fremur en bensíni eða dísilolíu og hver er meðalkostnaður við slíka breytingu?


Skriflegt svar óskast.